Nýform Húsgagnaverslun

Um okkur

Það var 8.mars 1974 að Sigurður Guðjónsson húsgagnasmíðameistari og eiginkona hans Gróa Bjarnadóttir opnuðu Nýform húsgagnaverslun að Strandgötu 4 í Hafnarfirði. Til að byrja með var eingöngu seld eigin framleiðsla, hillur sófar ofl. en fljótlega var farið að selja frá öðrum íslenskum framleiðendum. Árið 1976 var svo byrjað að flytja inn húsgögn og þá aðallega frá Danmörku, eigin framleiðslu var hætt um 1978 og eingöngu farið í innflutning.

1.apríl 1979 var flutt í stærra húsnæði á Reykjavíkurveg 66 og vöruúrval aukið verulega m.a. með húsgögnum frá Ítalíu og víðar, verslunin var á Reykjavíkurvegi þar til 16.mai 2015 að opnað var í núverandi húsnæði á Strandgötu 24. Í dag er áhersla lögð á vönduð húsgögn í "norrænum" stíl. Nýform hefur verið frá upphafi fjölskyldufyritæki og er enn í dag, sonur Sigurðar og Gróu, Guðjón Ágúst Sigurðarson sér um daglegan rekstur.


Opnunartímar:
Opið virka daga 11 - 18
Opið laugardaga frá 11 - 15
Lokað á sunnudögum
Image
Image